Ferill 1052. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1531  —  1052. mál.
Málsnúmer.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umsóknir um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar.

Frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni.


     1.      Hvernig hafa umsóknir um alþjóðlega vernd þróast eftir að breyting var gerð á útlendingalögum á 153. löggjafarþingi (382. mál) til 1. apríl 2024? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni.
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og atvinnugreinaflokkun.
     3.      Hvernig er áætlað að þróun verði til loka árs 2024 hvað varðar fjölda þeirra sem hljóta alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar?


Skriflegt svar óskast.